HeatBlock

Varmaeinangrunarkerfi

sem hentar þínum þörfum

Heat Block er fljótandi einangrunarefni úr keramik og nýjasti valkosturinn í stað hefðbundinna einangrandi efna.

Varmaleiðni efnisins er í sérflokki (0,0012 W/m°C) og það er bæði hagkvæmt, áhrifaríkt, umhverfisvænt og einstaklega endingargott.

Heat Block er á fljótandi formi og svipar til akrýlmálningar. Það gerir notendum kleift að bera einangrunarefnið beint á  yfirborðsfleti með hvaða lögun og áferð sem er með pensli eða sprautukerfi sem eru ekki loftknúið.

 

 • HeatBlock er afar skilvirk hágæða blanda af hvötum, festiefnum og afar þunnum keramikkúlum með þynntu lofti.
 • Virknin er í raun mjög einföld: þunnt lag sem samanstendur af nanókúlum myndast á markyfirborðinu.
 • Það er vel þekkt að loft er einstaklega góður hitaeinangrari (þetta er meðal annars nýtt í framleiðslu á hitabrúsum og hitamálum frá StarBucks). Í raun og veru veitir fjarvera lofts enn betri einangrun – því þá er ekkert til staðar til að flytja hitann.
 • Þannig veitir húðun með HeatBlock góða hitaeinangrun sem hindrar hitaflutning beggja vegna yfirborðsins.

Helstu eiginleikar HeatBlock

 • Efnið má nota á málma, plast, steypu, múrsteina og önnur byggingarefni, og sömuleiðis á tækjabúnað, leiðslur og loftrör
 • Það hefur frábæra viðloðun við málma, plast, múrsteina og fleiri efni sem gerir því kleift að einangra þakta yfirborðið gegn vatni og vindi
 • Efnið þolir bæði vatn og salt. Húð efnisins verndar yfirborð gegn raka, úrkomu og hitabreytingum
 • Dregur úr hitatapi og kemur í veg fyrir tæringu
 • Hindrar rakaþéttingu
 • Þekjulag sem er 1 mm þykkt hefur sömu virkni og lag af hefðbundnu einangrunarefni sem er 50–60 mm þykkt eða með 1–2 múrsteinslögum!
 • Má nota á hvaða yfirborðslögun sem er
 • Myndar ekkert álag á bygginguna
 • Getur komið í veg fyrir varmafræðilega aflögun málms í byggingum
 • Endurspeglar allt að 85% af geislaðri orku
 • Veitir greiðan aðgang til skoðunar á einangraða yfirborðinu án þess að stöðva þurfi starfsemi
 • Þolir útfjólubláa geislun
 • Fljótlegt að bera á með pensli eða sprautukerfum sem ekki eru loftknúin. Lækkar starfsmannakostnað.
 • Auðvelt að gera við og bera á aftur
 • Brunaþolið upp í allt að 800 °C. Hindrar eldtungur.
 • Vistfræðilega öruggt og án eiturefna
 • Þolir basa
 • pH-gildi 8,5/9,5
 • Eitt lag þornar á sólarhring
 • Varmaleiðni efnisins við 20 °C er 0,0012 W/m°C

HeatBlock er einstakt efni sem á sér engar hliðstæður á markaðnum. Önnur fljótandi einangrunarefni eru annars vegar ekki eins skilvirk eða hins vegar mun dýrari.

Mikil verðmæti og nánast takmarkalaus árangur á sviði einangrunar fyrir byggingar, flugiðnað, vörugeymslur, skip, lagnir, geyma, kæligeymslur,  flutninga, íðefnabúnað o.fl.